
Íslandsmeistarar
Þór/KA tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í dag eftir 2-0 sigur á FH á Þórsvelli. Frábæru sumri lokið hjá mögnuðu liði sem vann sér inn marga stuðningsmenn í sumar. Margir notuðu Twitter til að óska liðinu til hamingju með árangurinn og við tókum saman það helsta hér að neðan.
Landsliðsfyrirliðinn var orðinn stressaður:
Jæja þór/ka við þurfum mark
— Aron Einar (@ronnimall) September 28, 2017
Þorkell Máni Pétursson sérfræðingur á Stöð 2 Sport er hrifinn af Þór/KA:
Til hamingju Þór/Ka það er ekkert sem lýsir konum í fótbolta eins vel og þessi sigur. Risa hjarta og stórkostlegur karakter. #Fotboltinet
— Máni Pétursson (@Manipeturs) September 28, 2017
Gleði:
Íslandsmeistarar!!!!!!! Campeones!!!!!!!!
— Þór/KA (@thorkastelpur) September 28, 2017
Arna Sif Ásgrímsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn með Þór/KA árið 2012, hún samgleðst sínu gamla liði:
Innilega til hamingju Þór/KA og Akureyri!!! Vel að þessu komnar ❤️
— Arna Sif (@SifArna) September 28, 2017
Handboltakappinn Arnór Þór Gunnarsson er ánægður með sitt lið:
Til hamingju Þór/KA #Þórsarar #DFK
— Arnór Þór Gunnarsson (@ArnorGunnarsson) September 28, 2017
(Staðfest):
Til hamingju Þór/KA! Besta lið Íslands. #fotboltinet
— Siguróli Sigurðsson (@SiguroliM) September 28, 2017
Þetta er allt saman mjög geggjað:
Geggjaður Donni & geggjaðar stelpur 🏆🔴⚪️
— Ingólfur Árnason (@ingoarna) September 28, 2017
Hamingjuóskir norður – virkilega verðskuldaðir meistarar 🏆 Sérstakar hamingjuóskir á einn af mínum uppáhalds leikmönnum @Blaurenhill 👏🏻👏🏻
— Adda Baldursdottir (@AddaBaldurs) September 28, 2017
Sorry Blix. Þetta var aldrei í hættu! #þórka #pepsi365 pic.twitter.com/YgKPOS2wnN
— Daníel Magnússon (@danielmagg77) September 28, 2017
Svona líta Íslandsmeistarar út. Besta fótboltaliðið!! #pepsi365 #þórka 🏆🥇🏆🥇🏆 pic.twitter.com/UVcIE4APbB
— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 28, 2017
UMMÆLI