Prenthaus

Umferðarátak sem varðar öryggi barna í bílum

Lögreglan á Norðurlandi eystra stóð fyrir umferðarátaki

Lögreglan á Norðurlandi eystra stóð fyrir umferðarátaki 7.-12. nóvember

Vikuna 7-12 nóvember stóð lögreglan á Norðurlandi eystra fyrir umferðarátaki þar sem litið var til leikskóla á öllu starfssvæði þeirra. Fjöldi leikskólabarna á svæðinu er um 1800 talsins. Lögreglan stöðvaði nokkur hundruð ökutæki þar sem von var á að börn væru um borð.

Notkun öryggisbúnaðar barna í bílum var almennt góð og til mikils sóma samkvæmt lögreglunni. Öryggisbúnaður barna í bílum er á ábyrgð ökumanns farartækis. Athugasemdir voru gerðar í aðeins 14 tilvikum þar sem öryggisbúnaði barna í bíl var ábótavant

Lögreglan vann einnig að bættri umferðarmenningu hvað varðar ljósanotkun og ljósabúnað ökutækja. Afskipti voru höfð í 76 tilvikum þar sem úrbóta var þörf.

Almenn ánæga var meðal ökumanna sem stöðvaðir voru um að fylgst væri með öryggi barna um borð. Þeir sem fengu athugasemdir bæði í tengslum við öryggi barna eða ljósabúnað og ljósanotkun tóku tilmælum lögreglunnar mjög vel og stefndu að því að koma málum sínum í lag eins fljótt og unnt væri.

 

UMMÆLI