Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar fyrr í dag. Lokað verður fyrir umferð um tíma vegna þessa. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Þar er vegfarendum bent á hjáleið um Hörgárdal og Skjaldarvíkurveg, ekið af Hringvegi við Bægisá og Hlíðarbæ. Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund.
Uppfært: Vettvangsrannsókn á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar er lokið og búið að opna fyrir umferð.
UMMÆLI