Umhverfislist norðlenskra og vestfirskra listamanna  í Dýrafirði

Umhverfislist norðlenskra og vestfirskra listamanna í Dýrafirði

Á laugardaginn kemur 3.júlí verður opnun á umhverfislistaverkum í Alviðru í Dýrafirði en þar hafa norðlenskir listamenn og vestfirskir dvalist saman, skapað og sett upp samsýningu í fjárhúsum. Þar opna: Aðalsteinn Þórsson, Arna Guðný Valsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Ólafur Sveinsson, Thora Karlsdóttir, Mireya Samper, Marsibil Kristjánsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Nina Ivanova,  K J Baysa og Steinunn Matthíasdóttir.

Verkefnið er vinnustofudvöl með það að markmiði að tengja saman listamenn frá Norðurlandi Eystra og Vestfjörðum og skapa list í umhverfinu. Kynningarkvöld var í Alviðru á sunnudaginn var og opnuð var sýning á verkum listamannanna í fjárhúsunum sem fenguð nafnbótina Fjárhús Listhús og stendur sú sýning til og með 4.júlí og umhverfislistaverkin fá að standa yfir sumarið eða eftir því hvað veður og vindar leyfa.

Sambíó

UMMÆLI