Gæludýr.is

Umhverfisvæn innpökkunarstöð á Amtsbókasafninu

Umhverfisvæn innpökkunarstöð á Amtsbókasafninu

Nú er hægt að pakka inn jólagjöfunum á umhverfisvænan máta á Amtsbókasafninu í desember.
Í sýningaraðstöðu Amtsbókasafnsins hefur litið dagsins ljós, umhverfisvæn innpökkunarstöð sem gestum og gangandi er velkomið að nota. 

Á staðnum er jólapappír, blaðsíður úr afskrifuðum bókum, könglar, greni, borðar, slaufur og fleira sem hægt er að nýta í innpökkunina. 

Eins ef fólk lumar á jólapappír, pakkaskrauti og merkimiðum heima hjá sér sem það vill síður nota, þá má endilega koma með allt slíkt á innpökkunarstöðina. Innpökkunarstöðin er opin alla virka daga frá klukkan 8:15-19 og á laugardögum frá klukkan 11-16.

UMMÆLI