NTC netdagar

Umhverfisvænni götulýsing tekur við á Akureyri

Akureyri að næturlagi

Akureyri að næturlagi

Á næstu árum munu hefðbundin götuljós hverfa á Akureyri og við taka umhverfisvænni kostur. Svokölluð LED lýsing mun taka við af gömlu götuljósunum en sú lýsing er mun umhverfisvænni og sparar mun meiri orku.

Ástæða þessa eru umhverfisáhrif en í fyrra voru perur með kvikasilfri bannaðar í Evrópu en það mun vera fyrsta skrefið hjá Akureyrarbæ að skipta út slíkum perum. Á næstu 10 árum eiga allir kvikasilfurlampar að vera horfnir. Árlegur kostnaður af götulýsingu er 55-60 milljónir króna en með því að skipta um perur og auka þannig orkusparnað töluvert, ætti sú upphæð að lækka til muna.

 

Sambíó

UMMÆLI