Ummæli Orra Hjaltalín til skoðunar hjá KSÍ

Ummæli Orra Hjaltalín til skoðunar hjá KSÍ

Ummæli Orra Freys Hjaltalín, þjálfara Þórs í fótbolta, um dómgæsluna í leik Þór og Fram í gær eru til skoðunar hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Orri var óánægður með dómgæsluna í leiknum og lét það í ljós í viðtali við Fótbolti.net eftir leik.

Fram vann leikinn sem fór fram á Akureyri í gær 2-0. Guðgeir Einarsson dæmdi leikinn en Orri sagði að framkoma hans í leiknum hefði verið til skammar. Þá sagði hann að það væri „gjörsamlega galið“ að aðstoðardómari leiksins væri frá hinu liðinu á Akureyri.

„Þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykja­vík. KSÍ á al­veg nógu mikla pen­inga til þess að geta fengið ein­hvern hlut­laus­an í að koma hérna og dæma þessa leiki,“ sagði Orri við Fótbolta.net.

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sagði að ummælin væru til skoðunar. „Þetta er með ólík­ind­um. Það er eig­in­lega ekki hægt að lesa út úr þessu annað en að hann sé að saka aðstoðardóm­ar­ann um að vera svindlari,“ sagði Þórodd­ur við Fótbolta.net.


UMMÆLI

Sambíó