Prenthaus

Undanúrslitin í sænska Idolinu sýnd á Vamos – Birkir syngur lag eftir Harry Styles

Undanúrslitin í sænska Idolinu sýnd á Vamos – Birkir syngur lag eftir Harry Styles

Undanúrslitin í sænsku Idol keppninni fara fram á morgun, föstudag, og er Birkir Blær Óðinsson einn af fjórum keppendum sem enn eru eftir í keppninni. Tveir keppendur fara áfram í úrslitin sem verða í Globen höllinni í Stokkhólmi þann 10. desember.

Á föstudaginn verður fyrirkomulagið að keppendur fá tækifæri til þess að syngja tvö lög. Fyrst syngja allir keppendurnir lag og svo verður kosið. Þau þrjú sem fara áfram syngja þá aftur.

Birkir Blær mun syngja Sign of the times eftir One Direction stjörnuna Harry Styles í fyrri umferðinni og svo vonandi Are you gonna be my girl með Jet.

Líkt og áður verður sýnt frá keppninni á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar en hingað til hefur myndast góð stemning þar á föstudögum hjá stuðningsfólki Birkis.

UMMÆLI

Sambíó