NTC netdagar

Ung kona fannst látin á Akureyri

Ung kona fannst látin á Akureyri

Ung kona fannst látin íbúð sinni í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á Akureyri segir að málið sé í rannsókn en í augnablikinu sé enginn grunaður um morð. Frá þessu er greint á vef DV í dag.

Samkvæmt heimildum DV eru íbúar fjölbýlishússins sem konan bjó í í áfalli vegna málsins. Konan átti tvö börn en engum er nú hleypt inn í íbúðina sem hefur verið innsigluð af lögreglunni.

Bergur segir í samtali við DV að verið sé að rannsaka mannslát en enginn sé grunaður um morð. Rannsóknin muni leiða í ljós hvort að andlátið hafi átt sér stað með saknæmum hætti eða ekki.

„Þetta uppgötvaðist í gær, við erum á fyrstu skrefunum í þessu máli,“ segir Bergur við DV.

UMMÆLI

Sambíó