Ung móðir á Akureyri segir frá of­sóknum og of­beldi – Málið dregist hjá lögreglu

Ung móðir á Akureyri segir frá of­sóknum og of­beldi – Málið dregist hjá lögreglu

Helena Dögg Hilmarsdóttir, ung móðir á Akureyri, opnaði sig á samfélagsmiðlum í vikunni og greindi frá ofbeldi og áreiti sem hún hefur orðið fyrir undanfarin ár. Helena hefur orðið fyrir heimilisofbeldi, umsáturseinelti, líkamsárásum og eignarspjöllum og hefur kært til lögreglu. Hún segir að lítið hafi gerst í hennar máli undanfarin ár.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um málið segir að Helena sé ósátt með að málið taki svo langan tíma í kerfinu. „Lög­reglan kemur á staðinn, ég er með á­verka og fer upp á slysó, hann fer í varð­hald en núna hefur lög­reglan gert lítið sem ekkert í málinu í tvö ár og það er stans­laust verið að ýta á að gefa út á­kæru áður en málið fyrnist,“ segir Helena sem kveðst þó þakklát fyrir þá aðstoð sem lögreglan hefur veitt henni.

Ofbeldismaður Helenu gengur laus í dag og Helena segist glíma við stans­lausan kvíða, ó­öryggi og á­falla­streitu í kjöl­far of­beldisins sem hún hefur verið beitt. Hún hefur í­trekað reynt að fá nálgunar­bann á of­beldis­manninn en fengið þær upplýsingar að rannsókn á málinu sé ekki hafin. Þegar hún hefur beðið um útskýringar á því hefur stað­gengill lög­reglu­stjóra borið fyrir sig fjár­skort.

Helena lýsir hrottafengnu ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir í myndbandi sem hún birti á Twitter. Bíll hennar hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum, sömuleiðis bíll móður hennar, frænda og vinar. Ofbeldismaðurinn ásækir hana með símtölum allan daginn og sendir ógnandi skilaboð sem gefa til kynna að hann sitji um hana.

Hún segir að hún hafi oft neyðst til þess að eyða háum fjárhæðum í fíkniefni handa honum þar sem hún hafi annars fengið að finna fyrir því. Í eitt sinn hafi hann slegið hana svo fast að hún missti heyrn um stund. Í annað skipti henti hann símanum hennar í Glerá svo að hún gæti ekki hringt á lögreglu.

UMMÆLI

Sambíó