Prenthaus

Ungmenni á Akureyri söfnuðu pening fyrir börn í Kambódíu

Frá kvöldvökunni árið 2017

Góðgerðavaka FÉLAK var haldin föstudaginn 12. janúar í Rósenborg á Akureyri. Um er að ræða kvöldvöku sem um 65 krakkar í 9. og 10. bekk á Akureyri tóku þátt í.

Tilgangur kvöldsins var að safna pening til styrktar Vinum Kambódíu en en aðgangseyrir rann óskiptur til Vina Kambódíu. Vinir Kambódíu eru góðgerðafélag sem stuðlar að bættri menntun bágstaddra barna í Kambódíu.

Vandræðaskáldin Villi og Sessa voru með skemmtiatriði á kvöldvökunni og Daði Freyr og Árni tóku upp myndband fyrir kvöldið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó