Ungu stelpurnar höfðu betur gegn reynsluboltunum

Mynd: sasport.is

Ynjur byrja Íslandsmótið frábærlega. Mynd: sasport.is

Yngra kvennalið Skautafélags Akureyrar, Ynjur, mættu eldra kvennaliði Skautafélags Akureyrar, Ásynjum, í Hertz deild kvenna í Skautahöll Akureyrar í gærkvöldi og úr varð hörkuleikur.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og var staðan eftir fyrsta leikhluta jöfn, 1-1. Ynju voru hinsvegar öflugri aðilinn í öðrum leikhluta og leiddu með fjórum mörkum gegn þrem að honum loknum.

Ungu stelpurnar virtust eiga meira eftir á tanknum í þriðja og síðasta leikhlutanum því þær gerðu eina mark þriðja leikhluta og unnu því góðan 5-3 sigur.

Markaskorarar Ynja:
Sunna Björgvinsdóttir 2, Kolbrún María Garðarsdóttir 2, Silvía Rán Björgvinsdóttir 1.

Markaskorarar Ásynja: Birna Baldursdóttir 1, Hulda Sigurðardóttir 1, Thelma María Guðmundsdóttir 1.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó