Upp til fjalla um sumarbjarta nótt

Upp til fjalla um sumarbjarta nótt

Þáttastjórnendur feta í fótspor Jóhanns Sigurjónssonar norðan heiða í nýjum þætti af Sagnalist með Adda & Binna. Skáldið lagði grunn að leikritinu um Höllu og Fjalla-Eyvind á ferðalagi sínu um Akureyri og Eyjafjörð sumarið 1908. Þeir félagar skoða sögustaði á Akureyri og rifja upp fræga öræfagöngu skáldsins. Prestur á Amtsbókasafninu, fornbíll á Grund og hálfnaktir ferðalangar í Eyjafjarðará koma við sögu í fjórða þætti í seríunni um þríeykið Selmu, Victor og Jóhann.

Þátturinn er tekinn upp á Akureyri og í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar.

UMMÆLI

Sambíó