NTC netdagar

Uppáhellingin dýrust á Akureyrarflugvelli

Uppáhellingin dýrust á Akureyrarflugvelli

Kaffisopinn á Akureyrarflugvelli er dýrari en á öðrum flugvöllum landsins samkvæmt samantekt mbl.is. Uppáhellingin á Akureyri kostar 390 krónur samanborið við 350 krónur á Egilsstöðum og 380 krónur í Reykjavík.

Kaffið er ódýrast á flugvellinum á Ísafirði þar sem drykkir eru einungis fáanlegir úr sjálfsala og kaffivél. Þar er kaffið frítt en gestir geta skilið eftir klink í bauk hjá kaffivélinni.

Akureyrarflugvöllur býður þó upp á ódýrari kaffidrykki heldur en í Reykjavík en kaffidrykkir á borð við Cappucc­ino og Caf­fe latte kosta 490 krónur á Akureyri samanborið við 550 krónur í Reykjavík. Flugvöllurinn á Egilsstöðum býður upp á ódýrustu kaffidrykkina á 450 krónur.

AirIcelandConnect býður þá farþegum upp á frítt kaffi í innanlandsflugi og því hentugast fyrir þá sem vilja spara að bíða með kaffidrykkju þar til komið er um borð.

UMMÆLI