NTC netdagar

Úr rafeindavirkjun í VMA í geimverkfræði í Arizona

Úr rafeindavirkjun í VMA í geimverkfræði í Arizona

Sigurður Bogi Ólafsson brautskráðist sem stúdent og rafeindavirki frá VMA í desember 2021. Núna er hann á annarri önn í BS-námi í geimverkfræði við Embry-Riddle Aeronautical University í Arizona í Bandaríkjunum. Sigurður er í hópi fárra Íslendinga sem hafa lagt stund á Aerospace engineering eða geimverkfræði. Á vef VMA má finna viðtal við Sigurð.

„Sigurður Bogi var heldur betur lykilmaður í öllum tæknimálum í viðburðum á vegum Þórdunu og Leikfélags VMA á námstíma sínum í VMA. Að brautskráningu lokinni og þar til hann fór til Arizona í BS-nám í geimverkfræði sl. haust starfaði hann hjá Exton, sem er sérhæft fyrirtæki í hljóð-, ljós- og myndlausnum. Það þurfti því ekki alveg að koma á óvart að eitthvert tækninám yrði niðurstaðan hjá Sigurði Boga – en það óvænta var að geimverkfræði skyldi verða ofan á,“ segir í umfjöllum VMA.is.

Smelltu hér til að lesa viðtal við Sigurð Boga.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó