Urður, Þórey, Katrín Mist og Jónína Björt leika í Litlu Hryllingsbúðinni

Urður, Þórey, Katrín Mist og Jónína Björt leika í Litlu Hryllingsbúðinni

Leik- og söngkonurnar Þórey Birgisdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Katrín Mist Haraldsdóttir og Urður Bergsdóttir leika í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í október.

Þegar hefur verið tilkynnt að Kristinn Óli Haraldsson, Króli, muni leika Baldur, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir Auði, Arnþór Þórsteinsson Markús og Ólafía Hrönn Jónsdóttir muni leika tannlæknirinn.

Þórey, Jónína Björt, Katrín Mist og Urður leika önnur hlutverk í söngleiknum. Leikstjóri er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Bergur Þór Ingólfsson. 

UMMÆLI