Úrkomumet slegið á Akureyri í desember

Úrkomumet slegið á Akureyri í desember

Nýtt úrkomumet fyrir desember mun líta dagsins ljós á Akureyri í þessum mánuði samkvæmt Trausta Jónssyni, veðurfræðingi.

Úrkoman í mánuðinum til þessa hefur mælst um 180 millimetrar en fyrra metið var 158 millimetrar árið 2014.

Þetta er einkar athyglisvert í ljósi þess að nóvember árið 2019 var næstþurrasti nóvembermánuður frá upphafi mælinga á Akureyri.

Stór hluti úrkomunnar í desember hefur verið snjór en þrátt fyrir það hefur snjódýpt áður mælst meiri á Akureyri í desember.

UMMÆLI