Færeyjar 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Norðurlandi eystraAlþingishúsið við Austurvöll. Mynd: Eydís Eyjólfsdóttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Norðurlandi eystra

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir komandi alþingiskosningar hófst í gær. Kjör­dag­ur er eft­ir fimm vik­ur, laug­ar­dag­inn 25. sept­em­ber. Á Norðurlandi eystra verður hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumannaembættum.

Þrátt fyrir að kosning utan kjörfundar sé hafin er framboðsfrestur til Alþingis ekki liðinn en hann rennur út klukkan 12 á hádegi þann 10. september næstkomandi. Fyrir þann tíma liggur ekki fyrir hvaða stjórnmálasamtök bjóða fram lista í komandi kosningum til Alþingis.

Vegna þessa liggja ekki frammi upplýsingar um framboðslista og listabókstafi, á þeim stöðum þar sem kosning utan kjörfundar fer fram. Kjósendur sem greiða atkvæði utan kjörfundar skulu rita listabókstaf þess flokks sem þeir kjósa með eigin hendi. Stimplar með listabókstöfum verða til reiðu þegar fyrir liggur hverjir eru í framboði. 

Sýslu­menn hafa um­sjón með utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu en hún fer fram á eft­ir­far­andi stöðum:

Sýslumaður­inn á Norður­landi eystra

At­kvæðagreiðsla utan kjör­fund­ar fer fram sem hér seg­ir:

Ak­ur­eyri – Mánu­daga til fimmtu­daga frá 9:00-15:00 og föstu­daga frá 9:00-14:00.

Húsa­vík – Mánu­daga til fimmtu­daga frá 9:00-15:00 og föstu­daga frá 9:00-14:00.

Siglu­fjörður – Mánu­daga til fimmtu­daga frá 9:00-15:00 og föstu­daga frá 9:00-14:00.

Þórs­höfn – virka daga frá 10:00-14:00

Nán­ari til­hög­un utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög og sjúkra­stofn­an­ir verður aug­lýst síðar.


Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Hér má finna greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum.

UMMÆLI

Sambíó