NTC netdagar

Útgáfufélagið ehf. kaupir miðlastarfsemi Ásprents

Útgáfufélagið ehf. kaupir miðlastarfsemi Ásprents

Ásprent-Stíll ehf. hefur komist að samkomulagi við Útgáfufélagið ehf. um kaup á miðlastarfsemi Ásprents en undir hana fellur útgáfa á Dagskránni, Skránni og Vikublaðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vikublaðsins.

Þar segir að miðlarnir verði áfram gefnir út í sömu mynd og áfram muni Ásprent annast prentun þeirra.

„Samhliða þessari sölu mun Ísafoldarprentsmiðja koma inn í hluthafahóp Ásprents með það að markmiði að efla framleiðslu og vöruframboð Ásprents. Íslenskur prentiðnaður hefur verið undir miklum þrýstingi vegna breyttrar eftirspurnar og erlendrar samkeppni. Markmið viðskiptanna er að hagræða í prentrekstri Ásprents, auka við þjónustuframboð á starfsvæði félagsins á Norðurlandi og tryggja áframhaldandi öfluga prentþjónustu á Norðurlandi. Með tilkomu Ísafoldarprentsmiðju í hluthafahóp Ásprents verður til öflugri þjónustuaðili í prenti sem getur boðið fjölbreyttari lausnir í prentþjónustu sem byggir á áralangri reynslu og þekkingu beggja aðila,“ segir í frétt á vef Vikublaðsins.

Ísafoldarprentsmiðja rekur stofnun sína aftur til 1877 og er því elsta prentsmiðja landsins. Fyrirtækið rekur eina stærstu prentsmiðju landsins í Garðabæ þar sem hún þjónustar viðskiptavini sína með ýmsar prent- og umbúðalausnir.

Nánar má lesa um málið á vef Vikublaðsins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó