Útgjöld ferðamanna 3,5 sinnum hærri á Húsavík en á Siglufirði

Siglufjörður

Ferðaþjónustutengd velta í Mývatnssveit árið 2015 nam rúmlega þremur milljörðum og 73% erlendra ferðamanna sem heimsóttu Höfn í Hornafirði gistu á svæðinu og meðalútgjöld ferðamanna á Húsavík nam rúmlega 13.300 krónum á sólarhring. Þetta er á meðal niðurstaðna sem fram koma í nýútgefnum skýrslum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF).

Rannsóknirnar beindust að ferðavenjum og útgjöldum erlendra gesta á fjórum stöðum landsins sumarið 2015. Fyrrgreindir þættir voru kannaðir með ferðavenjukönnun á Siglufirði, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Mývatnssveit. Út frá niðurstöðum könnunarinnar var svæðisbundið umfang ferðaþjónustunnar á þessum svæðum áætlað.

Nánar um málið og skýrslurnar í heild má lesa á vef atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó