Útivist og vetraríþróttir burðarás vetrarferðamennsku á AkureyriMynd: Akureyri.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Útivist og vetraríþróttir burðarás vetrarferðamennsku á Akureyri

Að mati íbúa á Akureyri eru útivist og vetraríþróttir burðarás vetrarferðamennsku á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um rannsóknar á vetraráfangastaðnum Akureyri út frá sjónarhóli íbúa.

Markmiðið var að kanna hvernig Akureyringar upplifa sína heimabyggð sem vetraráfangastað og fá innsýn í áherslur þeirra um uppbyggingu ferðaþjónustu, skipulagningu og stýringu hennar til framtíðar. Skýrsluna má nálgast hér.

Rannsóknin beindist að hugmyndum Akureyringa um bæinn sem áfangastað ferðamanna en gögnum var safnað í rýnihópaviðtölum og í vefkönnun meðal úrtaks íbúa á Akureyri. Í rannsókninni kom fram að íbúar telja Akureyri vera eftirsóknarverðan áfanga- og viðkomustað ferðamanna allan ársins hring. Mikil ánægja var með framboð afþreyingar á svæðinu. Ekki var talið að ferðamenn kæmu í veg fyrir þátttöku íbúa í vetrarafþreyingu á svæðinu. Ljóst er þó að stundum koma álagspunktar þegar mikill fjöldi ferðafólks er í bænum og notendur afþreyingar og þjónustu mun fleiri en vanalega.

Að mati íbúa að útivist og vetraríþróttir verði styrkt enn frekar. Fram kom skýr vilji íbúa um að umhverfið í bænum ætti að hvetja til útivistar og hreyfingar og voru íbúar jákvæðir gagnvart fjölgun útivistar- og afþreyingarmöguleika í bæjarlandinu jafnt fyrir íbúa sem ferðamenn.

Rannsóknin var unnin með stuðningi frá Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri en Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hafði umsjón með gagnaöflun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó