Útlandastemning og engin bílaumferð á Vamos MinifestÚtisvæðið við Vamos síðasta sumar þegar lokað var fyrir umferð

Útlandastemning og engin bílaumferð á Vamos Minifest

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að loka norðurenda Skipagötu frá klukkan 18 til 24 þann 16. júní næstkomandi fyrir litla tónlistarhátíð sem haldin verður við Ráðhústorg fyrir utan barinn og kaffihúsið Vamos.

Halldór Kristinn Harðarson, eigandi Vamos, segir í samtali við Kaffið.is að þetta séu gleðifréttir. Þetta er annað árið sem að hann stendur fyrir Vamos Minifest fyrir utan staðinn.

„Þetta heppnaðist fullkomlega í fyrra og það myndaðist frábær stemning. Það er gaman að geta boðið Akureyringum upp á svona viðburði sem lífga upp á skemmtanalífið í bænum,“ segir Halldór í samtali við Kaffið.is.

„Ég vill bara skapa smá útlandastemningu hér í miðbænum, skemmtilegir dj-ar, útisvæðið blómstrar, líf á svæðinu og fólk gerir sér dagamun. Miðbærinn á að vera fullur af lífi allt sumarið.”

Tónlistarfólk og plötusnúðar frá Akureyri munu stíga á svið og halda stemningunni lifandi að miðnætti.

„Þetta er frábær staðsetning fyrir svona viðburð og það er gott að geta nýtt þetta glæsilega útisvæði sem við höfum þarna við Ráðhústorg,“ segir Halldór.

Engin bílaumferð
Dansað undir berum himni

UMMÆLI

Sambíó