Útsaumsverk Iðunnar Hörpu sýnd í röskum rýmum næstu helgi

Útsaumsverk Iðunnar Hörpu sýnd í röskum rýmum næstu helgi

Listakonan Iðunn Harpa Gylfadóttir sýnir útsaumsverk sín í Röskum rýmum í Listagilinu næstu helgi. Opnun sýningarinnar fer fram föstudaginn 5. júlí næstkomandi kl. 17 – 19 en sýningin verður einnig opin laugardag og sunnudag kl. 14 – 17.

Iðunn Harpa er fædd í Ólafsvík en hefur verið búsett í Reykjavík undanfarin 20 ár. Hún hefur sótt námskeið í myndlist í Myndlistaskóla Reykjavíkur og víðar. Þessi sýning er önnur einkasýning Iðunnar Hörpu en einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook viðburði sýningarinnar með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó