Útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn í sögu Menntaskólans á Akureyri

Útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn í sögu Menntaskólans á Akureyri

Útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri fór fram í gær, 17. júní, í 140. sinn. Dúx skólans í ár er Birta Rún Randversdóttir en hún útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,93 sem er hæsta meðaleinkunn sem stúdent hefur braustskráðst með frá Menntaskólanum á Akureyri. Meðaleinkunn hennar tvö síðastliðin skólaár var slétt 10. Semidúxinn í ár er Harpa Kristín Sigmarsdóttir með 9,67 í meðaleinkunn.

Covid-19 hafði töluverð áhrif á brautskráninguna í ár en hún fór fram í Íþróttahöllinni sem var skipt upp í sóttvarnarhólf og gestir gátu því verið viðstaddir. Skólinn var þó ekki opinn gestum og gangandi eins og venja er til 17. júní og veisla nýstúdenta, fjölskyldna þeirra og starfsmanna skólans féll niður í ár.

25 ára jubilantar sem skipuleggja hátíðahöldin 16. júní tóku þá ákvörðun í apríl að fresta hátíðinni þar til 18. júní 2021.

Þú getur lesið nánar um brautskráninguna á vef skólans með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó