Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA

Sandra Wanda Walankiewicz hannaði plakat sýningarinnar sem má sjá í fullri stærð hér.

Á morgun, laugardaginn 22. apríl, kl. 15 verður opnuð útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Sýningin mun standa til 30. apríl næstkomandi á svölum Ketilhússins og í Deiglunni í Listagilinu. Hún ber heitið „Upp“.

Við opnun sýningarinnar flytur Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA ávarp. Á sýningunni eru verk þrettán útskriftarnema af listnáms- og hönnunarbraut en brautskráning verður 27. maí nk.

Sex nemendur eru á hönnunar- og textílkjörsviði; Anton Örn Rúnarsson, Birna Eyvör Jónsdóttir, Elva Rún Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Kamilla Sigríður Jónsdóttir og Karitas Fríða W. Bárðardóttir.

Sjö nemendur eru á myndlistarkjörsviði; Andri Leó Teitsson, Ármann Ingi Þórisson, Eva Mist Guðmundsdóttir, Fanný María Brynjarsdóttir, Sandra Wanda Walankiewicz, Sindri Páll Stefánsson og    Valgerður Þorsteinsdóttir.

Á heimasíðu VMA má sjá myndir frá undirbúningi sýningarinnar.

 

UMMÆLI

Sambíó