Prenthaus

Vaðlaheiðargöng komin 44 prósent fram úr áætlun

Úr Vaðlaheiðargöngum Mynd:Óðinn Svan

Vaðlaheiðargöng eru komin 44 prósent fram úr áætlun og viðbótarfjárþörf verkefnisins nemur 4,7 milljörðum. Þetta kemur fram í minnisblaði sem kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en Rúv greindi frá þessu í gær.

Ríkisstjórnin samþykkti að lána þessa upphæð en jafnframt að gerð yrði úttekt á framkvæmdinni og hvað fór úrskeiðis.

Í minnisblaðinu er saga Vaðlaheiðarganga rakin lauslega en þar segir meðal annars að gert hafi verið ráð fyrir að verkinu yrði lokið í árslok 2016. Áætlað er að  göngin verði opnuð síðla ársins 2018.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó