beint flug til Færeyja

Vala Eiríks gefur út nýtt lag

Vala Eiríks gefur út nýtt lag

Tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríks frá Akureyri sendi á dögunum frá sér nýtt lag. Lagið heitir Firring og er aðgengilegt á helstu streymiveitum. Þú getur meðal annars hlustað á það hér að neðan.

Vala segir að hún sé vön að semja frekar dramatíska tónlist og að hún fái útrás fyrir eitthvað innra myrkur í hljóðverinu. Í þetta skipti hafi hún þó ákveðið að vera aðeins léttari.

„Ég ákvað að semja um mannlegustu tilfinningu heimsins, þađ ađ vera skotinn. Þegar maður ofhugsar allt og verður ofur meðvitaður um sjálfan sig. Frekar svona kjánalegur, eđa þannig verð ég allavega,“ segir Vala í spjalli við Kaffið.

Vala segir að það sé margt skemmtilegt framundan hjá henni. Hún er þáttastjórnandi í Bítinu á Bylgjunni og nýlega hóf hún samstarf með útvarpskonunni Siggu Lund.

„Við sjáum saman um óskalagaþáttinn Með kærri kveðju á sunnudögum. Ég er einnig að vinna að nokkrum hlaðvarpsverkefnum með Sýn. Búin að taka upp og vinna eina þáttaseríu sem kemur fljótlega út og svo á gæluverkefnið mitt, Barnasögur, hug minn allan þessa dagana. En ég hef veriđ ađ skrifa sögur fyrir börn, lesa þær inn og hljóđskreyta.“

„Verandi agaleg barnakona og algjör krílafrænka, er ég auðvitað líka ađ leggja drög ađ vögguvísuplötu, sem og nokkrum fullorðinslögum.Með vetrinum fer ég aftur ađ snúa mér ađ talsetningu hjá Myndform og svo finn ég mèr alltaf eitthvađ skemmtilegt ađ gera,“ segir Vala sem segist einnig vera mögulega með eitt leyniverkefni í bígerð sem hún mun kannski opinbera með vorinu.

Hlustaðu á lagið Firring:

UMMÆLI

Sambíó