KIA

Vala Fannell leikur Gvend

Vala Fannell leikur Gvend

Leikhópur Skugga Sveins hefur fengið liðsauka með komu leikkonunnar Völu Fannell. Vala hefur komið víða við og leikstýrði núna síðast fjölskyldusöngleiknum um Benedikt búálf sem sló í gegn í Samkomuhúsinu.

Auk Völu leika þau Björgvin Franz Gíslason, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Sunna Borg, María Pálsdóttir, Árni Beinteinn og Vilhjálmur B Bragason í verkinu ásamt sjálfum Jón Gnarr sem leikur titilhlutverkið. Vala leikur Gvend.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Skugga Svein í janúar 2022. Leikstjóri er Marta Nordal.

UMMÆLI