NTC netdagar

Valur fyrsta liðið til að ná stigi gegn Þór/KA

Sandra Stephany Mayor er algjörlega óstöðvandi í Pepsi-deild kvenna. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Þór/KA heimsótti Val á Hlíðarenda í stórleik tíundu umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld og skildu liðin jöfn. Er því um að ræða fyrstu töpuðu stig Þórs/KA í sumar en liðið er eftir sem áður á toppi deildarinnar.

Langbesti leikmaður Pepsi-deildarinnar til þessa, Sandra Stephany Mayor, kom Þór/KA yfir á 21.mínútu eftir stoðsendingu Önnu Rakelar Pétursdóttur. Þór/KA hélt forystunni allt þar til á 65.mínútu þegar fyrrum leikmaður liðsins, Vesna Elísa Smiljkovic jafnaði metin fyrir heimakonur en fleiri urðu mörkin ekki.

Valur 1 – 1 Þór/KA
0-1 Sandra Stephany Mayor (’21)
1-1 Vesna Elísa Smiljkovic (’65)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó