Vann til tveggja verðlauna á Norðurlandamóti öldunga í Svíþjóð

Anna Sofia Rappich, sjúkraþjálfari á Kristnesi, vann til tveggja verðlauna á Norðurlandamóti öldunga í frjálsum íþróttum í Svíþjóð um nýliðna helgi. Anna, sem er fædd og uppalin í Svíþjóð, keppti fyrir Íslands hönd en hún er skráð Í UFA. Anna vann til silfurverðlauna í langstökki en hún stökk 4,29 metra og brons 60 metra hlaupi en hún hjóp á 8,85 sekúndum.

Anna Sofia Rappich kát með verðlaunin á Kristnesi í dag

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó