Vefverslanir í Hofi á laugardag

Næstkomandi laugardag, þann 12.nóvember, verður haldinn Pop Up markaður vefverslana í Hofi. Þar koma 13 vefverslanir saman og kynna og selja vörur sínar. Markaðurinn verður opinn frá 12-18. Það sem verður í boði er ýmiskonar hönnun, snyrtivörur, fylgihlutir, barnavörur, heimilisvörur og fatnaður. 50 fyrstu sem mæta á svæðið fá veglegan gjafapoka.

María Hólmgrímsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Black and Basic, ásamt Katrínu eiganda Kistu í Hofi, tóku saman höndum við að halda viðburðinn. María og Katrín hafa unnið að skipulagningu í nokkra mánuði og flestar netverslanirnar koma alla leið frá Reykjavík til að taka þátt. ,,Pop Up er það sem koma skal og er þetta frábært tækifæri fyrir fólk til að koma og sjá vörur sem það hefur bara áður séð á netinu og kynnast fyrirtækjunum,“ segir María.

Vefverslanirnar sem verða í Hofi, á myndina vantar MíNí

Vefverslanirnar sem verða í Hofi – á myndina vantar MíNí sem bættist óvænt við

Hér má sjá tengil á viðburðinn: Pop Up markaður í Hofi


Vefverslanirnar sem verða á staðnum eru eftirfarandi:

www.reykjavikbutik.is – Reykjavík Butik
www.amikat.is Amikat Reykjavík
www.blackandbasic.is – Black and Basic
www.deisymakeup.is – Deisy Makeup
www.tanjayrcosmetics.com – Tanja Yr Cosmetics
www.esjadekor.is – Esja Dekor
www.twins.is – Twins
www.kista.is – Kista
www.minimaldecor.is – Minimal Decor
https://www.facebook.com/minitrendisland – Minitrend
www.iamhappy.is – I am Happy
www.facebook.com/minihonnun – MíNí
www.irisegg.com – Second Chance

 

Sambíó

UMMÆLI