Origo Akureyri

Vegagerðin tekur við rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars

Vegagerðin tekur við rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars

Vegagerðin gaf rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að félagið Almenningssamgöngur ehf. muni frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars. Félagið er alfarið í eigu Vegagerðarinnar. Eyjaskeggjar geta því andað léttar en óvissa um framtíð samgöngumála út í eyjunna hefur valdið áhyggjum undanfarnar vikur og mánuði eins og Kaffið hefur áður fjallað um.

Sjá má í tilkynningu Vegagerðarinnar að þjónustan sem ferjan veitir mun lítið sem ekkert breytast, en siglingaátlæun mun standa óbreytt, áhöfninni hefur verið boðið að halda áfram störfum og heimahöfn Sævars verður áfram í Hrísey.

Þó er unnið að breytingu á því hvernig miðasölu er háttað, en hingað til hafa miðar verið seldir um borð í ferjunni. Til að byrja með mun þetta fyrirkomulag standa en unnið er að því að koma af stað bókunarkefi svo hægt sé að bóka miða fram í tímann á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Sambíó

UMMÆLI