Vegleg vetrardagskrá á N4

Margt um manninn. Mynd: Auðunn Níelsson.

Margt um manninn.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Vetrarfagnaður sjónvarpsstöðvarinnar N4 var haldinn í dag. Um 100 manns mættu á Múlaberg þar sem starfsemi stöðvarinnar var kynnt ásamt veglegri vetrardagskrá. Hilda Jana Gísladóttir framkvæmda- og sjónvarpsstjóri stöðvarinnar hélt tölu yfir hópnum ásamt Maríu Björk Ingvadóttir framkvæmda- og rekstrarstjóra.

N4 er eini fjölmiðill landsins, utan netmiðla, sem er með höfuðstöðvar sínar og ritstjórn utan höfuðborgarsvæðisins. Hilda Jana segir að mikilvægt sé að kynna landsbyggðina almennilega því stærstu fréttastöðvarnar flytji oftar fréttir af landsbyggðarsvæðinu í neikvæðari kantinum. Hlutverk N4 er því fyrst og fremst að sýna venjulegt efni af venjulegu fólki af landsbyggðarsvæðinu.

Dagskrá vetrarins endurspeglar þessa nálgun. Að þáttaseríurnar, Að Austan, Að Norðan, Að Sunnan og Að Vestan verða á sínum stað en Að Norðan er elsti þáttur stöðvarinnar. Hilda Jana vann að honum á sínum tíma með Ágústi Ólafssyni og fékk einungis atvinnuleysisbætur borgaðar. Stöðin hefur komist langan veg síðan þá og segir Hilda að markmiðið hafi alltaf verið að fjalla um alla landshluta. Að seríurnar, eru oft nefnd hryggjarstykki stöðvarinnar. Í þáttunum kynnast áhorfendur fjölbreyttu mannlífi á viðkomandi svæði.

Meirihlutinn af fólkin á bakvið: Að þáttaraðirnar. Mynd: Auðunn Níelsson

Meirihlutinn af fólkinu á bakvið: Að þáttaraðirnar.
Mynd: Auðunn Níelsson

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju tók til máls en hún sér um spjallþáttinn Milli Himins og Jarðar á stöðinni. Hún segist nálgast þáttarstjórnarstarfið sem prestur en ekki fjölmiðlakona og að hún spjalli við viðmælendur sína líkt og hún gerir í starfi sínu sem prestur. Markmiðið mitt er ekki að verða enn ein fjölmiðlakonan, það er nóg af fólki til í það. Ég þarf ekki að vera valin best klædda eða kynþokkafyllsta konan, ég vill bara tala við fólk sem prestur“, sagði Hildur í kynningu sinni á þættinum. Milli Himins og Jarðar er einn af þremur spjallþáttum sem sýndir verða á stöðinni í vetur. Í Föstudagsþættinum tekur Hilda Jana á móti góðum gestum og spjallar um málefni líðandi stundar. Gestur Einar Jónasson ræðir síðan lífið og tilveruna við viðmælendur sína í þættinum Hvítir Mávar. Þættirnir Hvað segja bændur? verða áfram á sínum stað en þar er skyggnst inn í daglegt líf bænda á Íslandi og sú starfsstétt skoðuð frá nýjum sjónarhornum.

Margar nýir þættir hefja göngu sína í vetur. Ég um mig eru þættir sem munu fjalla um ungt fólk og höfða til þeirra. Þættirnir verða framkvæmdir af ungu fólki. Praktískt eru einnig nýjir þættir en í þeim fær sköpunargleðin að njóta sín. Þar eru gefin góð ráð til að fegra heimilið, einfalda eldamennskuna eða nýta verðmæti betur. Strákarnir í Mótorhaus skelltu sér til Tennesse og afraksturinn má sjá í þremur jólalegum þáttum í desember. Einnig verður sýndur þáttur um Fiskidaginn mikla í desember þar sem verður litið á bak við tjöldin á þeirri hátíð.

Hilda Jana Gísladóttir kynnir dagskránna. Mynd: Auðunn Níelsson.

Hilda Jana Gísladóttir kynnir dagskránna.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Auðæfi Hafsins

Hilda Jana er að byrja með aðra seríu af þáttunum Auðæfi Hafsins þar sem hún mun fjalla um sjávarútveg á Íslandi. Hún tók undir það sem allir voru að hugsa, að sjávarútvegur væri mjög óspennandi efni, en tókst þó að sannfæra alla sem viðstaddir voru að svo er í rauninni ekki. Það er nákvæmlega það sem hún ætlar að gera við landsbyggðina og mögulega þjóðina alla í þessum glænýju þáttum, að sýna nýja og spennandi hlið á sjávarútvegi, en það er einmitt svo margt sem að við ekki vitum um þessa atvinnugrein. Hilda Jana, ásamt Herði Sævaldssyni, eru búin að ferðast um hnöttinn allan til þess að safna sem mestu og spennandi efni fyrir þáttinn.

Nágrannar á Norðurslóðum

N4 hóf nýverið samstarf við grænlensku sjónvarpsstöðina KNR en í þættinum verður fjallað um ólíka menningarheima og lifnaðarhætti á norðurslóðum. Fyrstu þættirnir koma til með að einblína á Ísland og Grænland en þó eru vonirnar þær að Noregur og Færeyjar sláist á endanum með í þennan hóp. María Björk Ingvarsdóttir og Herdís Helgadóttir sjá um umsjón þáttarins og verður forvitnilegt að sjá þessa algjörlega nýju nálgun í íslenskri fjölmiðlun.

Einnig var kynning á Framleiðslu og Grafíkdeild N4. Framleiðsuldeild N4 er ansi öflug en þau framleiða lifandi auglýsingar og fjölbreytt kynningarefni til netmarkaðssetningar og einkanota. Framleiðsludeildin hefur undanfarið unnið mikið með Háskólanum á Akureyri að átakinu Háskólar í hættu. Framleiðsludeildin sér einnig um beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu af viðburðum, fundum og ráðstefnum hvar sem er á landinu. Grafíkdeildin sér um hönnun og uppsetningu á auglýsingum fyrir sjónvarp, framleiðslu og dagskrá. N4 leggur áherslu á faglega og skapandi grafíska hönnun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó