Vegna breytinga á almennri móttöku á heilsugæslum HSN – ekki lokun

Vegna breytinga á almennri móttöku á heilsugæslum HSN – ekki lokun

Heilbrigðisstofnun Norðurlands vill árétta að heilsugæslum á svæðinu hefur ekki verið lokað heldur hafa breytingar verið gerðar á almennri móttöku. Vegna heimsfaraldurs hafa heilsugæslur sett sóttvarnir í forgang og til að hindra það að biðstofur verði helsta smituppspretta á hverjum stað var tekin sú ákvörðun að sjúklingar kæmu ekki inn á heilsugæslustöðvar án þess að hafa fyrst talað við lækni eða hjúkrunarfræðing í síma. Öll vandamál sem hægt er að leysa án komu á heilsugæslu verða afgreidd á þann hátt en þeir sjúklingar sem þurfa að koma til læknis munu verða boðaðir á stöðina. Það er ekki gert ráð fyrir að sjúklingar mæti á heilsugæslu án þess að hafa fengið boð um það frá lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Þá er einnig rétt að minna á að ef grunur leikur á að einstaklingur sé með COVID-19 er mikilvægt að viðkomandi mæti alls ekki á heilsugæslustöð, heldur hafi samband símleiðis á sína heilsugæslustöð eða í síma 1700.

Sambíó

UMMÆLI