Veit fátt betra en að vera á Ak­ur­eyri á jól­un­umMynd: Instagram/binniglee

Veit fátt betra en að vera á Ak­ur­eyri á jól­un­um

Akureyringurinn Brynj­ar Steinn Gylfa­son, bet­ur þekkt­ur sem Binni Glee, ætlar að eyða jólunum á Akureyri í ár. Brynjar er mikið jólabarn en hann ræddi jólin, flutninga til Reykjavíkur og frægðina í viðtali við Smartland í Morgunblaðinu í dag.

„Ég ætla heim á Ak­ur­eyri og verja jól­un­um með fjöl­skyld­unni. Það er svo dá­sam­legt, ég er vana­lega að stússa við að kaupa gjaf­ir á Þor­láks­messu, fer í jóla­húsið og á fleiri staði, síðan sef ég út á aðfanga­dag jóla. Það er svo mik­il stemn­ing á Ak­ur­eyri á jól­un­um,“ segir Brynjar í Morgunblaðinu.

„Það er svo langt síðan ég keyrði bíl­inn minn síðast að ég get ekki beðið eft­ir að fara að keyra í snjón­um á Ak­ur­eyri. Ég bara elska að keyra um og skoða jóla­skrautið, ljós­in og bara skoða Ak­ur­eyri alla, sem er svo mik­ill jóla­bær.“

Brynjar sem hefur öðlast töluverða frægð í gegnum samfélagsmiðla og nýlega sjónvarp flutti til Reykjavíkur í maí á þessu ári. Hann taldi mik­il­vægt að flytja í höfuðborg­ina til að vera nær þeim sem hann vinn­ur fyr­ir.

„Fólkið á Ak­ur­eyri er svo gott og það er þægi­legt að vera þar en þegar maður er orðinn svona stór stjarna á sam­fé­lags­miðlum verður maður að vera hér í bæn­um,“ seg­ir Binni Glee en ítarlegt viðtal við hann má finna í Morgunblaðinu og á mbl.is með því að smella hér.


UMMÆLI