Vel heppnað Íslandsmót í siglingum á Pollinum við AkureyriMynd: Hilmar Guðmundsson

Vel heppnað Íslandsmót í siglingum á Pollinum við Akureyri

Íslandsmótið í siglingum á kænum fór fram á Akureyri um helgina og lauk á laugardaginn. Þátttakendur voru samtals 37 í fimm flokkum. Sigldar voru 7 umferðir á tveim dögum við góðar aðstæður.

Í tilkynningu frá Siglingaklúbbnum Nökkva segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig í alla staði þrátt fyrri sóttvarnartakmarkanir. Þá stóðu keppendur úr Nökkva sig vel en mörg þeira voru að þreyta frumraun sína á Íslandsmóti.

Þorlákur Sigurðsson úr Nökkva varð Íslandsmeistari í Laser Radial, Hrafnkell Stefán Hannesson úr Brokey varð Íslandsmeistari í Laser 4.7, Þórhildur Lilja Einarsdóttir úr Nökkva sigraði í Rs Tera. 

Daníel Ernir Gunnarsson vann í Optimist A flokk,  Alegra Schwoerer úr Nökkva vann í Optimist B flokk og Aðalsteinn Jens Loftsson úr Ými opnum flokki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó