Origo Akureyri

Vel heppnuð opnunarhelgi Boreal Screendance Festival 2023

Vel heppnuð opnunarhelgi Boreal Screendance Festival 2023

Um liðna helgi var alþjóðlega dansmyndahátíðin Boreal sett í fjórða sinn í Listasafninu á Akureyri. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2020 og miðar að eflingu danslista og margmiðlunar á Norðurlandi með metnaðarfullum sýningum á vídeódansverkum frá öllum heimshornum. Mikið er lagt upp úr innsetningum í kring um verkin og að þau séu sýnd við bestu gæði hljóðs og myndar. Í ár leggur Boreal undir sig Listagilið á Akureyri dagana 10. – 23. nóvember svo nóg er eftir af viðburðum á hátíðinni í ár.

Um nýliðna opnunarhelgi voru sýnd vídeódansverk eftir listafólk utan úr heimi í bland við verk íslensks listafólks. Vel var mætt á opnunarhátíðina í Ketilhúsi Listasafnsins á Akureyri á föstudaginn 10. nóvember og var dansmyndunum afar vel tekið af gestum Boreal.

Á mánudeginum 13. nóvember hefjast sýningar í Mjólkurbúðinni og á fimmtudaginn 16. nóvember bætist Deiglan við sem sýningarrými dansmynda. Á þessum fyrsta sýningardegi Boreal í Deiglunni flytur suður-kóreski listamaðurinn Hoyoung Im dansgjörninginn EUPHORIA en það er einnig í fyrsta sinn sem dansgjörningur er fluttur fyrir framan áhorfendur á Boreal sem hingað til hefur eingöngu tekið dansmyndir til sýningar.

Dæmi um listafólk sem sýndi verk sín í Listasafninu á Akureyri um liðna helgi:

Sandra Geco

Carmen Porras

Hadi Moussally

Hekla Björt Helgadóttir

Ágústa Björnsdóttir

Elísabet Birta Sveinsdóttir

Joanna Pawlowska

Sasa Lubinska

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir

Erwin van der Werwe

Helgi Örn Pétursson

Vilma Tihilä

Áhugasöm geta fylgst með Boreal Screendance Festival hér:

Instagram: https://www.instagram.com/boreal_akureyri/

Facebook: https://www.facebook.com/borealakureyri

Heimasíða: https://borealak.is/

Viðburður: https://fb.me/e/3Z2btffr0

Sambíó

UMMÆLI