Vélsleðaslys nálægt Lágheiði

Vélsleðaslys nálægt Lágheiði

Einn aðili slasaðist í vélsleðaslysi á Tröllaskaga nálægt Lágheiði fyrr í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um slysið klukkan 13:24 í dag.

„Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þá var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri. Um klukkustund síðar voru sjúkraflutninga- , björgunarsveitar- og lögreglumenn komnir á vettvang,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þyrla LHG kom stuttu á eftir fyrstu viðbragðsaðilum og var hinn slasaði hífður upp í hana og flaug hún með hann á Sjúkrahúsið á Akureyri. Um tildrög slyssins eða ástand hins slasaða er ekki vitað að svo stöddu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó