Verðhækkun í Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar

Stök sundferð fyrir fullorðna í Sundlaug Akureyrar mun hækka um 150 krónur um áramótin líkt og um síðustu áramót. Árið 2017 mun því kosta 900 krónur fyrir fullorðinn einstakling í sund. Árið 2015 kostaði miðinn 600 krónur og sundferðin því hækkað um 300 krónur á tveimur árum.

Sjá einnig: Framkvæmdir hafnar við Sundlaug Akureyrar – Myndir

Verð á sundmiðum fyrir börn og eldri borgara haldast óbreytt eða 250 krónur fyrir 67 ára og eldri og 200 krónur fyrir börn yngri en 18 ára. Frítt verður áfram fyrir öryrkja og börn sem eru ekki byrjuð í grunnskóla.

Árskort fyrir fullorðna hækkar um 500 krónur og mun kosta 34 þúsund. Sérstakt árskort sem boðið er upp á sem gildir bæði í Hlíðarfjall og í sund hækkar um 2750 krónur og mun kosta 57750 krónur.

Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar. Verið er að byggja nýjar rennibrautir og heita potta og vonast er eftir að því verði lokið fyrir sumaropnun.

Sambíó

UMMÆLI