Vinna og vélar

Verðkönnun – 30% verðmunur á herraklippingu á Akureyri

Verðkönnun – 30% verðmunur á herraklippingu á Akureyri

Við á Kaffinu höldum áfram að kanna verð á hinum ýmsu nauðsynjum á Akureyri. Að þessu sinni ákváðum við að gera óformlega könnun á verði á herraklippingu á hárgreiðslustofum bæjarins. Könnunin fór fram miðvikudaginn 15. mars og hringt var í 12 hárgreiðslustofur í bænum og spurt um verð fyrir hefðbundna herraklippingu. Afsláttarkort og verð fyrir annars konar klippingar eru ekki teknar með í þessari könnun.

Í ljós kom að herraklipping er ódýrust á Funky hárbúllu en þar kostar hún 4.000 krónur. Næstódýrustu stofurnar eru Spectra, þar sem herraklipping kostar 4.200 krónur og þriðja ódýrust er Samson en þar kostar klippingin 4.500. Dýrust er herraklipping á Zone og Rakarastofu Akureyrar en á þeim stofum kostar herraklipping  5.200 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er því 30%.

Funky hárbúlla – 4.000 kr.
Spectra – 4.200 kr.
Samson – 4.500 kr.
Arte – 4.700 kr. 
Amber – 4.770 kr.
Hártískan – 4.800 kr.
Design – 4.850 kr.
Garðshorn – 4.900 kr.
Hárkompan – 4.900 kr.
Medulla – 5.000 kr.
Zone – 5.200 kr.
Rakarastofa Akureyrar 5.200 kr.

Sambíó

UMMÆLI