Origo Akureyri

Vetrarkort í Skógarböðin komin í sölu

Vetrarkort í Skógarböðin komin í sölu

Skógarböðin í Eyjafirði hafa hafið sölu á vetrarkortum í böðin. Vetrarkortin gilda til og með 30. apríl á næsta ári. Verðið á einstaklingskortum er 75.990 krónur og á hjóna/parakortum 99.990 krónur.

Handhafar vetrarkorta geta heimsótt Skógarböðin hvenær sem er og eins oft og þau vilja, svo lengi sem að það er laust ofan í böðin. Ekki er hægt að bóka fyrirfram með vetrarkortum og kortin eru skráð á kennitölur fólks.

Hægt er að kaupa Vetrarkortin í móttöku Skógarbaðanna eða á heimasíðunni  www.forestlagoon.is/vetrarkort

„Eftirspurnin eftir Vetrarkortunum hefur verið mikil og móttökunar frábærar enda margir sem vilja sækja Skógarböðin heim oft og mörgum sinnum. Fátt notalegra en að geta látið líða úr sér á kvöldin eftir kvöldmat, eftir skíðin í brekkunum eða bara byrja alla laugardaga á að njóta í Skógarböðunum, fara í saununa og/eða kaldapottinn,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna.

UMMÆLI

Sambíó