Prenthaus

Viðar Örn Kjartansson í KA

Viðar Örn Kjartansson í KA

Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við KA en þessi 34 ára gamli framherji lék síðast með CSKA 1948 í Búlgaríu. Viðar er uppalinn í Selfossi en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Þá hefur hann komið víða erlendis Valerenga, Jiangsu Sainty, Malmö, Maccabi Tel Aviv, Rostov, Hammarby, Rubin Kazan, Yeni Malatyaspor, Atromitos og nú síðast CSKA 1948 þar sem hann sagði sig lausan um áramótin.

Þá hefur Viðar einnig leikið 32 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 4 mörk.

Ljóst er að þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KA sem hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl næstkomandi gegn HK.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó