Viðgerðir að hefjast á Akureyrarkirkju – Kostnaður um 18 milljónir

Viðgerðir að hefjast á Akureyrarkirkju – Kostnaður um 18 milljónir

Nú fara loks að hefjast viðgerðir á Akureyrarkirkju eftir skemmdarverk sem voru unnin á kirkjunni veturinn 2017. Vinnupallar hafa verið reistir við suðurvegg kirkjunnar og reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu dögum.

Á vef RÚV er haft eftir Ólafi Rúnari Ólafssyni, formanni sóknarnefndar Akurerarkirkju að tjónið sé metið á um 18 milljónir króna. Það er töluvert meira en upprunalega var reiknað með.

Hann segir að flókið hafi reynst að velja efni til viðgerða þar sem ekki mega setja hvað sem er á veggina og þá hafi tekið tíma að fjármagna viðgerðina.

Viðgerðin verður unnin í áföngum eftir því sem fjármunir leyfa en búið er að kaupa efni til viðgerða á alla kirkjuna.

UMMÆLI