Múlaberg

Viðreisn opnar kosningaskrifstofu í Sjallanum

Viðreisn opnar kosningaskrifstofu í Sjallanum

Í dag mun Viðreisn í Norðausturkjördæmi opna kosningaskrifstofu sína í Sjallanum á Akureyri. Opnunin verður klukkan 17.30 og verður opið hús fyrir gesti og gangandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, skipar annað sæti á listanum.


Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Hér má finna fleira greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum.

UMMÆLI