Vikar Mar með listasýningu í Kaktus

14993364_994209834035273_7319860102731099571_n

Síldarbræðsla Kveldúlfs spilar stórt hlutverk í sýningunni

Vikar Mar frumsýnir sýninguna Kveldúlfur Mar í Kaktus í kvöld. Sýninguna tók Vikar saman yfir ágætt tímabil sem yfirlissýningu um það sem hefur spilað stærstu hlutverk í lífi hans upp á síðkastið.

Kaktus er lista og menningarrými sem stendur fyrir fjölbreyttri lista-, menningar- og fræðslustarfssemi. Kaktus er staðsettur í miðju listagilinu þar sem Populus Tremula starfaði áður.

Vikar Mar býr nú á Ytri-Bakka við Hjalteyri og heldur þar Sauðfé og Ali endur, ásamt því að vera með vinnustofu í verksmiðjunni á Hjalteyri sem er hans mesti innblástur í verkum hans sem stendur.

Árið 1937 var Síldarbræðsla Kveldúlfs hf á Hjalteyri reist að vetri til í íllvonskuveðri, bræðslan var starfræk til 1966 en hefur síðan þá hýst margt annað. Sýningin er að hluta til að heiðra Verksmiðjuna og spila video af henni stórt hlutverk í sýninguni.

Vikar Mar segir á Facebook síðu viðburðarins að þetta verði í eina skiptið sem sýningin verði sýnd almenningi.

 

UMMÆLI