Vilhjálmur valinn leikari ársins í aukahlutverki á Grímunni

Vilhjálmur valinn leikari ársins í aukahlutverki á Grímunni

Vilhjálmur Bragason var í gær valinn leikari ársins í aukahlutverki á Grímuverðlaununum. Vilhjálmur fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Ketill Skrækur í leiksýningu Leikfélags Akureyrar Skugga Sveinn.

„Ég er orðlaus og hrærður. Þvílíkt kvöld með yndislegasta fólkinu mínu. Man ekkert hvað ég sagði, en ég deili þessum mikla heiðri með því einvalaliði snillinga sem stóð að Skugga Sveini og það var lukka lífs míns að fá að vinna með. Elska ykkur öll og dái! Og mikið sem það væri gaman að halda ævintýrinu áfram bæði á Akureyri og í Reykjavík. Takk fyrir kveðjurnar og skilaboðin – mikið sem ég er glaður og þakklátur,“ sagði Vilhjálmur á samfélagsmiðlum eftir verðlaunaafhendinguna.

UMMÆLI