beint flug til Færeyja

Vilja byggja risahótel á Húsavíkurhöfða

Mynd: Fakta Bygg / Magu Design

Norðurþing og Fakta Bygg AS boðuðu til opins kynningarfundar fyrir íbúa Norðurþings og aðra áhugasama um fyrirhugaða hótelbyggingu Fakta Bygg á Vitaslóð á Húsavíkurhöfða í gær. Þar var kynnt hugmynd að tvöhundruð herbergja hóteli efst á Húsavíkurhöfða.

Fakta bygg er íslenskur byggingarverktaki í Noregi. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið Fakta Bygg AS þróaði hugmyndir sínar að uppbyggingu.

Hótelið yrði eitt það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins á Íslandi. Það yrði staðsett yst á Húsavíkurhöfða. „Það var skipulögð þarna hótellóð og er mjög sérstök staðsetning, á eyju út í Atlantshafið, í norðri og út á klettabrún“ segir Kristján Eymundsson, eigandi Fakta Bygg AS í samtali við Fréttastofu RÚV.

Byggðarráð Norðurþings samþykkti drög að viljayfirlýsingu vegna fyrirætlana Fakta Bygg AS um uppbyggingu hótelsins á fundi 4. maí og gaf sveitarstjóra leyfi til þess að undirrita hana. Í fundarskýrslu Byggðaráðs segir: „Ljóst er að áætlanirnar eru metnaðarfullar og verkefnið mun hafa afar jákvæð áhrif á sveitarfélagið ef af því verður.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó