KIA

Vilja efla stöðu landsbyggðarfjölmiðla

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipi starfshóp til að gera úttekt á starfsemi fölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins.

Starfshópurinn á að finna aðferðir og leiðir til að efla og tryggja stöðu landsbyggðarfjölmiðla og gera þeim kleift að sinna lýðræðis-, menningar-, upplýsinga- og fræðsluhlutverki sínu. Hópurinn eigi að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á þessu ári.

Þrettán þingmenn stjórnarandstöðunar lögðu fram tillöguna. Þingmennirnir koma úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum.

Í greinargerð með tillögunni er talað um álit margra, að fjölmiðlar sem starfræktir séu utan höfuðborgarsvæðiðisins búi við erfið starfsskilyrði. Þessi skilyrði hamli því að þeir geti sinnt hlutverki sínu eins og æskilegt væri.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó