Vilja stofna nýtt flugfélag sem flýgur til Evrópu frá Akureyri

Vilja stofna nýtt flugfélag sem flýgur til Evrópu frá Akureyri

Hópur fjárfesta á Norðurlandi skoðar nú möguleikann á því að stofna nýtt flugfélag sem myndi fljúga reglubundnu áætlunarflugi á milli Akureyrar og Evrópu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Verkefnið kallast N-Ice Air en helstu bakhjarlar eru Samherji, Höldur og Norlandair. Verkefnið sem er enn á byrjunarstigi, hlaut 3,5 milljónir króna í styrk úr uppbyggingarsjóði sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sem titlar sig vinnumann verkefnisins segir í samtali við RÚV að hann sé bjartsýnn fyrir verkefninu og að nýleg reynsla frá Transavia í Hollandi og Titan Airwaves frá Bretlandi gefa góð fyrirheit um að markaðurinn taki lausnum sem þetta mjög fagnandi.


UMMÆLI

Sambíó