NTC netdagar

Villtur á ferðalagi með fávitum íslenskrar ferðaþjónustu

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson, kaupmaður á Akureyri er ekki sáttur við íslenska ferðaþjónustu og segir hana eiga mikið ólært. Sigurður tjáði sig um fyrirtækið  Mountaineers of Iceland sem í vikunni komst í fréttir fyrir að týna áströlskum hjónum í sleðaferð.

Forsvarsmenn fyrirtæksins sáu ástæðu til að kasta ábyrgð á hjónin og telur Sigurður að fyrirtækið ætti að sleppa því að tjá sig um málið. Hann gengur reyndar svo langt að líkja málinu við Brúneggjamálið svokallaða en færslu Sigurðar má lesa í heild hér að neðan.

Sigurður Guðmundsson skirfar:
Þessir útlendingar. Hef svosem sagt það áður en mikið á íslensk ferðaþjónusta eftir að læra. Held að þetta fyrirtæki ætti svona almennt að sleppa því að tjá sig. Varð næstum viðskiptavinum sínum að aldurtila vegna ófagmennsku. Frekar sérstakt að kenna fólki sem aldrei hefur sest á vélsleða áður, um að týnast í brjáluðu veðri. Sé engan mun á þessu fyrirtæki og Brúneggjum. Nema kannski að frekar erfitt er að bera saman líf hænsnfugla og mannslífa. En reynandi þó. Enda sýndist manni eftir umfjöllun Kastljóss að hænurnar sjálfar voru ábyrgar fyrir þrengslum og óþrifnaði. Sama þarna. Þetta er viðskiptavininum að kenna. Geta ekki beðið sturlaður af hræðslu í nokkra klukkutíma í snarbiluðu veðri. Villtur á ferðalagi með fávitum íslenskrar ferðaþjónustu. Njótið dagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó